Guttormur Björn Þórarinsson

Ég fór í Ferðamálaskóla Íslands haustið 2010. Námið er byggt á breiðum grunni bæði bóklegt og verklegt,  Bóklega námið jók skilning minn á sögu þjóðarinnar  auk alls þess sem ég lærði um náttúrufar landsins,  dýralíf, atvinnuvegi og margt fleira .  Verklegi þáttur námsins var mjög mikilvægur og kenndi mér góða tækni við leiðsögn, tímasetningu  og ákvarðanir.  Þá var einnig gott að geta sett sig í spor þeirra sem leiðsagnar njóta. Námið gaf mér sjálfstraust þegar kom að því að kynna fyrir gestum land og þjóð og segja frá því sem fyrir augu bar á ferð um landið.      Ég naut námsins og það gagnaðist mér í sumar.

Guðrún Helga Bjarnadóttir
Vestmannaeyjum.

Veturinn 2013-2014 stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands, Bíldshöfða 18 í Reykjavík. Það er mér sönn ánægja að fá að deila með ykkur minni upplifun af náminu, skipulaginu og öðru sem skólanum tengist.Í fyrsta lagi stóð námið undir væntingum mínum. Fjölmargir kennarar komu að kennslunni og áttu þeir yfirleitt auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Skipti þá ekki máli hvort það var kennari sem kom með eitt námskeið s.s. veðurfræði, íslenski hesturinn eða norðurljós eða þeir kennarar sem voru meira og minna með bekknum í allan vetur t.d. í jarðfræði, jarðsögu og land og sögu. Kennararnir voru mjög færir og fróðir, hver á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila.Í öðru lagi einkennist menning skólans af góðu skipulagi, afslöppuðu andrúmslofti, lipurð skólastjórnenda og einstaklingsbundnu námi.

Í öðru lagi einkennist menning skólans af góðu skipulagi, afslöppuðu andrúmslofti, lipurð skólastjórnenda og einstaklingsbundnu námi.

Í þriðja lagi gáfu reglulegar vettvangsferðir í vetur í Borgarfjörð, á Þingvöll, Reykjanes og til Hveragerðis og Vestmannaeyja krydd í tilveruna. Ekki er hægt að sleppa því að minnst á ferðir á hin ýmsu söfn og í hestamiðstöðina Fákasel í Ölfusi. Toppurinn á vetrinum var svo 5 daga ferð hringinn í kringum Ísland.

Í fjórða lagi gefur námið mikla atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.

Ég mæli eindregið með námi í Ferðamálaskóla Íslands.

 

 

Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítala – háskólasjúkrahúss

Öllum sem áhuga hafa á sögu lands og þjóðar er afar gagnlegt og raunar hollt að sækja nám í Ferðamálaskóla Íslands. Þetta á við hvort heldur fólk áformar að starfa að ferðamálum s.s. leiðsögn eða einfaldlega fræðast um náttúrufar, sögu og það sem vekur áhuga ferðamannsins hér á landi. Námið er ágætlega skipulagt og kennarar hjálplegir og fróðir. Nemendurnir koma úr ólíkum áttum hver með sína sérþekkingu og gerir hópinn því einkar áhugaverðan. Ég held ég geri orð Björns nokkurs Jónsson að mínum en hann segir í fyrsta erindi “Fararstjórablús”:Hvar er Herðubreið?
Hvar er Skúlaskeið?
Hvaða símanúmer nota ég í bráðri neyð?
Hvað er líparít
Hví er Hvítá hvít?
Ef ég svara ekki eins og skot er í djúpum skít.
Ég er viss um að ég vissi þetta í gær.
(Lag: Hvar er húfan mín.)

Unnur Helgadóttir, ferðaskipuleggjandi
Exotic Iceland

Ég fór í Leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands haustið 2003 og líkaði mjög vel. Áður en ég hafði lokið náminu var ég komin með fastráðningu sem leiðsögumaður hjá Allrahanda. Skólinn og kennslan var til fyrirmyndar í einu og öllu. Ég hef unnið við ferðamál í 34 ár samfellt eða síðan 1.maí 1971 bæði á ferðaskrifstofum og Flugleiðum. Þetta nám varð til þess að síðast liðið ár fékk ég mér ferðaskipuleggjandaleyfi og stofnaði mitt eigið fyrirtæki, Exotic Iceland, fyrir ferðir um Ísland. Skólinn varð mér þvílík hvatning að ég mæli sérstaklega með honum.

 

Martha Jensdóttir, kennari

Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni.

Chús M. Barja
Netstjóri Fjöltækniskóla Íslands og leiðsögumaður

Mér fannst námið mjög fróðleg og hópurinn var skemmtilegur. Ég mæli eindregið með þessu námi sem á örugglega eftir að nýtast mér vel.

Ragna B. Egilsdóttir

Árið 2002, ákvað ég að fara í Leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands, Því sé ég aldrei eftir. Tilgangur minn var aðallega að komast í betri launaða vinnu og starf sem mér þætti gaman af. Námið var að vissuleyti krefjandi, samt lifandi og skemmtilegt og hnitmiðað. Síðan að námi loknu, hef og unnið á vettvangi leiðsögu mér til mikillar ánægu, með betri laun, og einstaklega ánægulegt starf.

Guðrún I. Bjarnadóttir

Ég hef alltaf haft gaman af að ferðast um Ísland og meiri ferðalög kölluðu á meiri fróðleik. Auðvitað hefði ég getað lesið landafræði, íslendingasögur, ferðabækur og fleira heima í stofu en þegar ég fann Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands þá ákvað ég að slá til – bæði til að hafa fasta stefnu í fróðleiksöflun og ekki síður til að finna félagsskap þeirra sem höfðu þetta sama áhugamál á landi og þjóð. Og viti menn – þetta var gaman – mikið gaman. Veturinn fór í að “ferðast” um Ísland. Hverju svæði fyrir sig voru gerð góð skil og farið var í allskonar hliðargreinar, jarðfræði, flóru, fánu, sögu, auk fleiri þátta sem hver um sig hefur haft mótandi áhrif á hvað Ísland og íslendingar eru í dag. Aðstaðan var góð, kennari og utanaðkomandi leiðbeinendur góðir, félagsskapur annarra nemanda frábær. – Ég þakka fyrir veturinn og myndi ekki slá hendinni á móti tækifæri til að læra meira.

Þorgerður Jónsdóttir

Í mörg ár hafði ég hugsað hvað það hlyti að vera skemmtilegt starf að vera leiðsögumaður. Ég ákvað svo í fyrra að hika ekki lengur og skellti mér í námið í Ferðamálaskólanum. Það er skemmst frá því að segja að veturinn í vetur hefur verið einn sá skemmtilegasti í mínu lífi. Ótrúlega áhugavert og kennararnir frábærir. Einnig fengum við stórgóða fyrirlesara svo þetta hefur verið virkilega fræðandi. Andinn í skólanum er skemmtilega heimilislegur sem ekki spillti fyrir. Ég hef farið sem leiðsögumaður í nokkra túra og hef búið vel að kennslu vetrarins. Ég get því óhikað mælt með Ferðamálaskóla Íslands.

 

Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Sumarið 2005 var ég að skoða nokkra möguleika á aukinni menntun…. Þar sem ég var í fullu starfi þá voru kvöldskólar sá vettvangur sem ég hugði að. Ferðamálaskólinn varð fyrir valinu með Leiðsögunámið. Þau kvöld sem skólinn var voru hrein og klár skemmtun fyrir mig þar sem ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast, skoða söguna, jarðfræðina og náttúruna í allri sinni mynd. Námið er þar að auki krefjandi og kennararnir sem eru í skólanum eru hreint út sagt frábærir. Miðla af eigin reynslu jafnt og staðreindum úr bókum og ritum. Þennan vetur lærði ég miklu meira um land, þjóð jarðfræði og sögu en mig hafði grunað að hægt væri á þetta stuttum tíma. Nú taka við hjá mér störf á nýjum vettvangi þar sem ég get blandað saman mínum áhugamálum, þeirri þekkingu og réttindum sem ég aflaði mér í vetur.

 

 

Guðmundur Eiríksson

Lengi hafa ferðalög um Ísland verið mitt aðaláhugamál. Ég hef heimsótt flesta staði landsins, fótgangandi, eða á bíl, sem farastjóri eða farþegi. Þessi ferðalög vöktu áhuga minn á, að fræðast meira um landið, lesa jarðfræði og sögu Íslands og að kynnast plöntum og fuglalífi landsins svo eitthvað sé nefnt. Haustið 2005 tók ég ákvörðun um, að fara í leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands, ekki bara til að afla mér réttinda, til að fara með ferðamenn um landið, heldur líka til að gera ferðalögin mín skemmtilegri. Tíminn í skólanum var frábær og það lýsir kannski náminu, leiðbeinendum og samnemendum best, að ég lét mig ekki vanta í einn einasta tíma í vetur. Takk fyrir mig.