Tölvuskóli Íslands var stofnaður 1988 og er einn fyrsti skólinn hér á landi til að bjóða almennt tölvunám ásamt starfstengdu skrifstofutækninámi. Á þessum árum hefur skólinn útskrifað hundruði nemenda.

Stjórntækniskóli Íslands var settur á laggirnar skömmu síðar og var markmið hans að þjálfa fólk til sölu og markaðsmála í fyrirtækjum.

Ferðamálaskóli Íslands hóf starfsemi 1991 og var fyrsti skóli hér á landi til að hefja alþjóðlegt nám í ferðamálum IATA/UFTAA. Í dag er krafa ferðaþjónustunnar að starfsfólk hafi slíka menntun. Boðið er uppá tvenns konar nám. Annars vegar svokallað “Foundation” nám þar sem megin áhersla er lögð á ferðalandafræði, farseðlaútgáfu og Amadeus farbókunarkerfi flugfélaga og ferðaskrifstofa.

Skólinn er í mjög góðu samstarfi við flugfélög og ferðaskrifstofur enda er stór hluti starfsfólks þeirra útskrifaður úr þessum skóla.

Jafnframt er boðið uppá “IATA/UFTAA Marketing Course” þar sem áhersla er lögð á sölu og markaðsmál í ferðaþjónustu, og höfðar það nám til allra þeirra sem vilja kynnast því hvernig standa skal að sölu og markaðsmálum i ferðaþjónustunni hvort heldur sem er flugfélag, ferðaskrifstofa, bílaleigur eða hótel o.s.frv.

Leiðsögunám hófst fyrir nokkrum árum síðan og veitir ekki af að fá dugmikið fólk til starfa í þeirri grein þar sem fjöldi erlendra ferðamanna fer sívaxandi. Á komandi sumri er búist við allt að 180 skemmtiferðaskipum til landsins auk þeirra ferðamanna sem koma á eigin vegum. Gera má ráð fyrir allt að 1 milljón erlendra ferðamanna til Íslands innan fárra ára og er þá gott að vera í stakk búinn til að taka á móti öllum þeim fjölda.