Viðurkennt starfsnám af atvinnulífinu

Aldrei jafn mikil eftirspurn eftir fagfólki. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast á fullt skrið fyrir sumarið hefur aldrei verið jafn mikil eftirspurn eftir fagfólki bæði ferðaráðgjöfum og leiðsögumönnum. Flestir þeir nemendur sem útskrifuðust í vor hafa nú þegar fengið starf hjá ferðaþjónustufyrirtækjum meðal annars söluskrifstofu Icelandair, Heimsferðum, Úrval Útsýn, IGS Keflavík, Atlantik. Eftirspurn eftir nemendum með þekkingu er meiri en framboð og ber að líta til þess að nú hafa tvö erlend áætlunarflugfélög hafið ferðir hingað en það eru SAS og British Airways. Reiknað er með að fjöldi ferðamanna á þessu ári nái 2.000.000 farþega markinu. Jafnframt hafa nokkrir nemendur sem luku leiðsögunámi hafið starf og ekki veitir af, því í viðbót við hinar hefðbundnu ferðir er áætlað að minnsta kosti 80 skipakomum til Reykjavíkur á þessu sumri og hafa þær aldrei verið fleiri.

Á undanförnum misserum hefur stóraukist eftirspurn eftir ferðaráðgjöfum og ferðamarkaðsráðgjöfum. Eru það bæði flugfélög, ferðaskrifstofur, hótel sem og aðrir ferðatengdir söluaðilar. Jafnframt hafa nokkur fyrirtæki sýnt áhuga á starfsfólki útskrifuðu frá skólanum þar sem í mörgum tilfellum þarf aðila sem hefur kunnáttu til að sjá um skipulagningu ferðalaga starfsmanna. Í þeim tilgangi hefur Ferðmálaskólinn komið upp sérstakri síðu þar sem kynnt verður þau störf sem í boði eru. Í öllum tilfellum er um trúnað að ræða á milli skólans og atvinnurekenda. Áhugasamir geta haft samband með tölvupósti eða símleiðis.