Veiðileiðsögn

Undan farin ár hefur Ferðamálaskóli Íslands boðið upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vilja gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt nám og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn.  Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra.

Meðal kennsluefnis eru:

 • Undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska. Meðal annars er fjallað um árstíðabundnar göngur fiska, gönguhegðun þeirra í ferskvatni og sjó og samspil þátta er koma við sögu.
 • Farið er yfir þætti er varða umgengni leiðsögumanna við veiðimenn allt frá móttöku þeirra, til veiðanna og annara ráða er varða dvöl í veiðihúsum.
 • Farið verður í tveggja  daga ferð í Eystri Rangá þar sem tekin verður fyrir meðal annars kasttækni með einhendum og tvíhendum.
 • Lögð er áhersla á Skyndihjálp og áfallahjálp þar sem litið er sérstaklega til þátta er tengjast hættum við ár og vötn.
 • Farið er yfir handtök er varða frágang á afla eftir veiði, blóðgun og flökun á fiski. Samhliða verður farið yfir grunnþætti sem varða meðhöndlun fiska með hliðsjón af „veiða og sleppa“ veiðihættinum.

Meðal leiðbeinenda hafa verið:

 • Þröstur Elliðason, fiskeldisfræðingur – Strengir
 • Jóhannes Hinriksson, fyrrverandi rekstrarstjóri – Ytri Rangá
 • Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og veiðileiðsögumaður
 • Björn Rúnarsson, Vatnsdalsá
 • Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur og leiðsögumaður
 • Kristinn Helgason, Landsbjörg
 • Sindri Hlíðar, Fish Partner
 • Sigurður Héðinn, Siggi Haugur
 • Sigurkarl Stefánsson, fuglafræðingur
 • Sr. Bragi Skúlason, Landspítala
 • Kristján Friðriksson, FOS.IS

Allir leiðbeinendur hafa áratuga reynslu sem veiðimenn, leiðsögumenn eða vísindamenn, hver á sínu sviði.  Námið er alls 90 stundir og fer bæði fram í kennslustofu og á bökkum Eystri Rangár.

Vinsamlegast athugið að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til þessa náms. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í síma 898-7765 Friðjón eða með tölvupósti á fs@menntun.is

Svipmyndir úr skólalífinu

Útskriftarnemar