Markaðsleg boðmiðlun

Í janúar 2005 hefst markvisst og ítarlegt námskeið í markaðslegri boðmiðlum hjá Stjórntækniskólanum. Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur, á þriðjudagskvöldum frá kl. 18 til 22.

– Helstu tegundir kynninga, helstu stefnur í auglýsingagerð og tengsl þeirra við kauphegðun neytenda.
– Mótun viðhorfa neytenda í gegnum markaðsstarf.
– Samskipti við auglýsingastofur, birtingahús, prentsmiðjur og fjölmiðla.
– Val á auglýsingastofu.
– Bein markaðssetning.
– Almannatengsl.
– Hlutverk fjölmiðla í markaðssetningu og notkun söluhvata.

Námskeiðið er miðað að þörfum þeirra er vinna í markaðsdeildum fyrirtækja og eru í samskiptum við auglýsingastofur.

Stuðst verður við bókina “Advertising and Promotion” eftir Belch og Belch, einnig ýmsar greinar og áþreifanleg dæmi úr atvinnulífinu. Nokkrir virtir gestafyrirlesarar koma að námskeiðinu.

Leiðbeinendur verða:
Árni Árnason, forstöðumaður kynningarmála hjá Íslandspósti. Árni er með MA í markaðslegri boðmiðlun (marketing communications) frá Bournemouth University og er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri (HA). Hann er stundakennari við HR, hefur kennt markaðsfræði og vöruþróun við HA og markaðsfræði við stjórnendaskóla HR. – Árni hefur m.a. starfað sem birtinga- og markaðsráðgjafi hjá Góðu fólki McCann og sem sjálfstæður ráðgjafi.

Kristján Geir Gunnarsson, markaðsráðgjafi hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Kristján er með B.S.c. í alþjóða markaðsfræði (international marketing) frá Tækniháskóla Íslands og iðnrekstarfræðingur frá sama skóla. Hann hefur verið stundakennari við TÍ – Kristján hefur m.a. starfað sem markastjóri hjá SS, framkvæmdastjóri hjá Ferskum Kjötvörum og sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson.

Verð er 95 þús. kr. fyrir hvern þátttakanda og innifalin eru öll kennslugögn. Verð fyrir SAU félaga er 80 þús ef staðfest er fyrir 20. janúar. Áætlað er að kennsla hefjist 25. janúar.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 25.

Nánari upplýsingar í síma 567-1466