Tölvuskóli Íslands

Tölvuskóli Íslands var stofnaður 1988 og er einn fyrsti skólinn hér á landi til að bjóða almennt tölvunám ásamt starfstengdu skrifstofutækninámi. Á þessum árum hefur skólinn útskrifað hundruði nemenda.

Námsbrautir skólans eru:

Tölvuþjálfun

Markmið námsins er að þjálfa nemendur í tölvunotkun þannig að þeir geti nýtt sér kosti tölvunnar að námi loknu. Námið nýtist jafnt þeim sem nota tölvur daglega í starfi og öðrum sem vilja nýta heimilstölvuna betur. Kennt er á tölvuna frá grunni þannig að enga grunnkunnáttu þarf fyrir þetta nám.

Skrifstofutækni

Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.