Markaðsfræði

Markaðsfræði 100 stundir:
Skilgreind eru helstu hugtök markaðsfræðinnar og meðal kennsluefnis er:

  • Markaðsrannsóknir
  • markaðsumhverfið
  • markaðshlutun og markhópar
  • kostnaður og arðsemi

Kynnt er samval söluráðanna, framboðnar vörur, áhrif árstíðasveiflna og líftími vöru svo og þýðingu skilvirkrar dreifingar og milliliða. Fjallað er um kynningar í formi persónulegrar sölumennsku, auglýsinga, sölukynninga, almannatengsla og fjölmiðlunar, markpósts og beinnar markaðssetningar. Einnig eru skilgreind mismunandi markmið og verðlagningu og aðferðir við samkeppnisgreiningar svo og mismunandi tegundir af samkeppni. Að lokum eru kynntar markaðsáætlanir og aðrar viðskiptaáætlanir.

Sölustjórnun 50 stundir:

Kynnt er flokkun og meðferð viðskiptavina, sölupallurinn notaður sem líkan við skipulag sölumála, mikilvægi skilvirkra vandaðra keppnisáætlana, áætlanir um starfsemi og tíma og söluferlið skilgreint. Sýnt er fram á mikilvægi persónulegrar sölumennsku, myndun tengsla, beitingu átaks, starfsmögnun og myndun teyma.

Sölutækni 50 stundir :

Fjallað er um skilgreiningu á þörfum viðskiptavina, framsetningu lausna til þeirra, meðhöndlun andmæla frá þeim og að ná fram skuldbindingum. Kynnt er starf sölumannsins, skipulag sölufunda og meðvituð skilvirkni á nýtingu tíma í sölu-starfsemi. Sýnt er mikilvægi stórra viðskiptavina og gerð sterkrar kynningar. Einnig er fjallað um samninga og tækni til aukins árangurs á þeim vettvangi.

Stefnumótun 20 stundir :

Kynnt er hugmyndafræði stefnumótunar, áætlanagerð markmiðasetning ásamt SVÓT greiningu og sýnd eru ýmis gagnleg líkön, sem nýtt eru við stefnumótun. Einnig er fjallað um skipulag, greiningu og mótun markaðsstefnu.

Vörustjórnun 15 stundir :

Fjallað er um helstu þætti í stjórnun vöru- og upplýsingaflæðis fyrirtækja. Áhersla er lögð á birgðastjórnun og hvernig unnt er að minnka birgðir og kostnað vegna birgða-halds. Vörudreifingu eru gerð góð skil og hvernig nýjasta upplýsingatækni, internetið, strikamerkingar og pappírslaus viðskipti eru notuð við vörustjórnun.

Tölvunotkun í áætlanagerð 15 stundir :

Kenndar eru aðferðir við notkun tölvunnar í rekstraráætlunum, fjallað um fjárhags- og markaðsáætlanir. Kennd er gerð viðskiptaáætlana og unnið að raunhæfu verkefni, sem nemendur skila sem lokaverkefni.Fyrirkomulag :Námið er alls 250 stundir að lengd.