Ferðamálaskóli Íslands
Ferðamálaskóli Íslands hóf starfsemi árið 1991 og var fyrsti skóli hér á landi til að hefja alþjóðlegt nám í ferðamálum IATA/UFTAA. Námið er hugsað fyrir þá sem hug hafa á að gerast fararstjórar á erlendri grund, fyrir minni eða stærri hópa og kynnast nánar hefðum, siðum og menningu viðkomandi lands. Með síauknum möguleikum Íslendinga til að ferðast erlendis í skipulögðum ferðum, er þörf fyrir áhugasama og hæfa fararstjóra aldrei meiri en einmitt nú.
Leiðsögunám hófst nokkrum árum síðar en það er hnitmiðað og áhugavert fyrir þá sem kynnast vilja landinu okkar sem best. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn innlendra og erlendra ferðamanna um Ísland, og hvernig koma megi þeirri vitneskju sem best á framfæri.
Árið 2019 bættist við nám í veiðileiðsögn sem notið hefur mikilla vinsælda. Veiðileiðsögunámið er hagnýtt nám og nýtist í senn starfandi leiðsögumönnum og áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að sinna slíkri leiðsögn. Námið gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenna undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðla fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra.
Lesa má nánar um hverja námsbraut með því að smella á hnappana hér að neðan.