Leiðsögunám

Búist er við að erlendir ferðamenn sem sækja Ísland heim verði allt að ein milljón nú á þessu ári. Jafnframt ferðast Íslendingar í síauknum mæli í skipulögðum ferðum um landið. Til að undirbúa leiðsögn bæði erlendra og innlendra ferðamanna þarf fólk með þekkingu á landi og þjóð. Ferðamálaskóli Íslands býður uppá fjölbreytt og skemmtilegt leiðsögunám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Í náminu skipa myndasýningar háan sess, þar sem helstu náttúruperlur landsins eru sýndar ásamt leiðarlýsingum um helstu ferðamannastaði landsins. Námið er hnitmiðað og áhugavert fyrir þá, sem kynnast vilja landinu okkar sem best. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn innlendra og erlendra ferðamanna um Ísland, og hvernig koma megi þeirri vitneskju sem best á framfæri.

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að nú er boðið uppá kennslu í fjarnámi sem hófst s.l ár og heppnaðist mjög vel.

 • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum

 • Saga landsins

 • Framsaga, raddbeiting, tjáning og framkoma

 • Ferðmálafræði

 • Handbókanotkun

 • Veðurfræði – Norðurljósin

 • Skipulag og lagasetning í ferðaþjónustu

 • Þjóðhagsleg þýðing ferðaþjónustu

 • Fiskveiðar og vistkerfi sjávar

 • Íslenska efnhagskerfið

 • Skyndihjálp, skipulag á slysstað

 • Jarðfræði, jarðsaga, flekaskil og steindir

 • Fuglar og flóra Íslands

 • Dýralíf og sjávarspendýr

 • Veiðiár og vötn

 • Íslenski hesturinn

 • Ábyrgð leiðsögumanna

 • Bókmenntasaga – Listasaga

 • Menningartengd ferðaþjónusta

 • Mannleg samskipti, samskiptatækni

 • Afþreyingaferðir

 • Áfallahjálp

 • Samstarf leiðsögumanns og bílstjóra

 • Ritgerðarverkefni og margt fleira

 • Verkefni nemenda „Sveitin mín“. Kynning og fyrirlestur nemenda á uppáhalds staðnum sínum.

 • Einu sinni í mánuði er farið í skipulagða dags skoðunarferð og er meðal annars farið til Þingvalla – Borgarnes – Miðbær Reykjavíkur – Reykjanes – Gullni hringurinn–Suðurstrandaferð og jafnvel víðar.

 • Hringferð um landið þar sem nemendur fá að spreyta sig í leiðsögn.

Námsskrá getur breyst eftir kröfum nútímans. Námsefni er innifalið í verði námsins , en ekki ferðir.

 • Ástríður Guðmundsdóttir – Leiðsögumaður

 • Auður Sveinsdóttir – Landslagsarkitekt

 • Arthúr Björgvin Bollason – Njálusetrið, Hvolsvelli

 • Birta Líf Kristinsdóttir – Veðurfræðingur

 • Einar Sveinbjörnsson – Veðurfræðingur

 • Erlingur Sigurðsson – Tamningamaður

 • Friðjón Sæmundsson – Skólastjóri Ferðamálaskólans

 • Hilmar Viktorsson – Leiðsögumaður

 • Höskuldur Frímannsson – Viðskiptafræðingur og leiðsögumaður

 • Jóhann Ævarsson – Læknir

 • Jóhann Sigurjónsson – Hafrannsóknarstofnun

 • Ágústa Kristófersdóttir – Listfræðingur

 • Kristófer Már Kristinsson – Leiðsögumaður

 • Stefán Helgi Valsson – Leiðsögumaður

 • Páll Guðmundsson – Ferðafélag Íslands

 • Bragi Skúlason – Sjúkrahúsprestur

 • Sigurkarl Magnússon – Kennari og leiðsögumaður

 • Sigurkarl Stefánsson – Kennari

 • Borgþór Kærnested – Leiðsögumaður

 • Jón Böðvarsson – Sagnfræðingur

 • Þorleifur Jónsson – Hagfræðingur

 • Martha Jensdóttir – Kennari

Kennslan fer fram 3svar í viku og er boðið er uppá dag og kvöldnám. Morgunkennslan er frá 09- 12-30 og kvöldkennslan frá 18.15- 22. Farið er í fjölmargar vettvangsferðir, auk þess sem lista og menningarhús eru heimsótt. Í lok náms er farið í hringferð um landið þar sem nemendur fá að spreyta sig sem leiðsögumenn sem undirbúningur fyrir starfið. Námið hefst í byrjun október og lýkur í maí.