Skrifstofutækni

Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.

Helstu námsgreinar eru:

Bókfærsla 50 stundir :
Kennd eru undirstaða bókhalds þar sem helstu reikningar eru teknir fyrir og verkefni færði í dagbók. Kenndur er reikningsjöfnuður og gerð rekstrar- og efnahagsreikninga.
Tölvugrunnur og internet 10 stundir :
Farið er í uppbyggingu tölvunnar, helstu hugtök skýrð út og kennt á Windows. Kynning á Interneti og möguleikum á veraldarvefnum.
Ritvinnsla 35 stundir :
Vinnuumhverfi kynnt og farið í helstu skipanir og möguleika ritvinnslunnar við uppsetningu bréfa auk margra möguleika sem ritvinnslan býður uppá. Kennt er á Word fyrir Windows.
Töflureiknir 30 stundir :
Kennt er að setja upp verkefni og reiknilíkön í Excel töflureikninum.
Verslunarreikningur 30 stundir :
Kenndur er prósentureikningur, marktölur útreikningur vörureikninga, veltuhraði og vaxtaútreikningar. Megináhversla er lögð á hagnýt verkefni.
Powerpoint 20 stundir :
Kennt er helstu atriði við gerð auglýsinga og glærugerðar sem kynningarefnis. Hvernig hægt er að setja inn myndir á glærur og teikningar, með hinum ýmsu bakgrunnum. Einnig er kennt að búa til hreyfanlegar myndir sem hægt væri að nota sem kynningarefni.
Mannleg samskipti 10 stundir :
Markmiðið er að nemendur kynnist betur eigin styrk og kostum og geti laðað það besta fram í sjálfum sér og öðrum.
Tölvubókhald 50 stundir :
Megináhersla er lögð á raunhæf verkefni þar sem nemendur eru látnir færa inn á tölvu eftir fylgiskjölum, útbúa reikningslykla og kynnast grundvallaraðgerðum tölvubókhalds.
Lokaverkefni 15 stundir :
Verkefnið er byggt upp með það í huga að nemendur geti notað þá tölvutækni sem er notuð á skrifstofum. Nemendur eru látnir leysa ýmiss konar verkefni tengd ritvinnslu, töflureikni, og glærugerð, auk þess að ná í upplýsingar út á vefinn.

Fyrirkomulag:

Námið er 250 stundir að lengd og unnt er að stunda það í dagskóla eða kvöldskóla.