Stjórntækniskóli Íslands

Stjórntækniskóli Íslands var settur á laggirnar upp úr 1988 og var markmið hans að þjálfa fólk til sölu og markaðsmála í fyrirtækjum.

Námsbrautir skólanns voru:

Markaðsfræði

Brautin er 100 klst. þar sem skilgreind voru helstu hugtök markaðsfræðinnar og meðal kennsluefnis var: markaðsrannsóknir, markaðsumhverfið, markaðshlutun og markhópar, kostnaður og arðsemi.

Markaðsleg boðmiðlun

Í janúar 2005 hófst markvisst og ítarlegt námskeið í markaðslegri boðmiðlum hjá Stjórntækniskólanum. Námskeiðið stóð yfir í 12 vikur og meðal kennsluefnis var: helstu tegundir kynninga, mótun viðhorfs neytenda, samskipti við auglýsingastofur, bein markaðssetning, almannatengsl og hlutverk fjölmiðla í markaðssetningu.