Tölvuskóli Íslands

Tölvuskóli Íslands var stofnaður 1988 og er einn fyrsti skólinn hér á landi til að bjóða almennt tölvunám ásamt starfstengdu skrifstofutækninámi. Á þeim árum sem liðið hafa frá stofnun skólanns hafa hundruðir nemenda úrskrifast úr honum.

Önnur námsbrauta skólanns voru Tölvuþjálfun þar sem markmið námsins var að þjálfa nemendur í tölvunotkun þannig að þeir gætu nýtt sér kosti tölvunnina að námi loknu. Námið nýtist jafnt þeim sem nota tölvur daglega í starfi og öðrum sem vilja nýta heimilstölvuna betur. Kennt var á tölvuna frá grunni þannig að engrar grunnþekkingar var krafist fyrir þetta nám.

Fyrir þá nemendur sem auka vildu enn frekar við færni sína til nota við almenn skrifstofustörf, bauð skólinn jafnframt upp á nám í Skrifstofutækni þar sem markmið námsins var að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum með áhersla á tölvugreinar og bókfærslu. Námið var mjög hagnýtt og byggðist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið jók samkeppnishæfni nemenda og bjó þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.