Tölvuþjálfun
Markmið námsins er að þjálfa nemendur í tölvunotkun þannig að þeir geti nýtt sér kosti tölvunnar að námi loknu. Námið nýtist jafnt þeim sem nota tölvur daglega í starfi og öðrum sem vilja nýta heimilstölvuna betur. Kennt er á tölvuna frá grunni þannig að enga grunnkunnáttu þarf fyrir þetta nám.
Helstu námsgreinar eru:
Tölvugrunnur og internet 10 stundir :
Farið er í uppbyggingu tölvunnar og helstu hugtök skýrð út og kennt á Windows. Kynning á interneti og möguleika á veraldarvefnum.
Ritvinnsla 25 stundir :
Vinnuumhverfi kynnt og farið í helstu skipanir og möguleika ritvinnslunnar. Kennt er á Word fyrir Windows.
Töflureiknir 25 stundir :
Kenndar eru helstu skipanir og uppsetningar reiknilíkana í Excel töflureikninum.
Fyrirkomunlag:
Námið er alls 60 stundir að lengd.