Fararstjórn erlendis

Ferðamálaskóli Íslands bíður upp á nám í fararstjórn erlendis sem er hugsað fyrir þá  sem hug hafa á að gerast fararstjórar á erlendri grund, fyrir minni eða stærri hópa og kynnast nánar hefðum, siðum og menningu viðkomandi lands. Með síauknum möguleikum Íslendinga til að ferðast erlendis í skipulögðum ferðum, er þörf fyrir áhugasama og hæfa fararstjóra aldrei meiri en einmitt nú.

Námið er byggt upp á þeim grundvallaratriðum sem fararstjóri þarf að vita og hafa í huga til að taka að sér að leiðsegja hóp ferðalanga á viðkomandi stað.

Skemmtilegt og áhugavert nám fyrir alla þá sem hug hafa á að gerast fararstjórar og jafnvel búa til sínar eigin áhugaverðu ferðir á framandi slóðir.

Í lok náms er farið í útskriftarferð erlendis þar sem nemendur fá úthlutað verkefnum og leiða hópinn um sögufrægar slóðir, borgir eða víðerni, allt eftir áfangastað sem fyrir valin verður.

Meðal námsefnis má nefna:

  • Mannleg samskipti
  • Leiðsögutækni og ræðumennska
  • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum
  • Spánn
  • Kanaríeyjar
  • Tyrkland
  • Kúba
  • Rússland
  • Kína
  • Grikkland
  • Miðausturlönd
  • Ítalía
  • Mismunandi trúarbrögð í heiminum
  • Saga viðkomandi lands, menning og listir
  • Frumbyggjar og saga staðarins
  • Þjóðlegir siðir og hefðir
  • Skyndihjálp
  • Áfallahjálp

Ferðalandafræði heimsálfurnar: Evrópa, Asía, Africa, Bandaríkin og Eyjaálfan

Meðal fyrirlesara sem kennt hafa á námskeiðinu eru :

  • Kjartan Trausti Sigurðsson, fararstjóri
  • Pétur Björnsson, konsúll Ítalíu á Íslandi
  • Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og fararstjóri
  • Höskuldur Frímannsson, viðskiptafræðingur
  • Sigurður A. Magnússon, rithöfundur
  • Magnús Björnsson, fararstjóri í Kína
  • Pétur Óli Pétursson, fararstjóri í Rússlandi
  • Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari við Guðfræðideild H.Í.
  • Sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur

Kennsla fer fram tvö kvöld í viku og hefst í oktober og lýkur í apríl.

Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðssögn á erlendri grund.

Svipmyndir úr skólalífinu

Útskriftarnemar